Örvitinn

Bænir eða skilaboð

barr

Ég hjó eftir því þegar Árni Svanur bloggaði og birti myndir um daginn að hann talaði um bænir í blöðrum í Berlín:

Með blöðrunum fylgdu stutt skilaboð og bænir frá börnunum í Berlín. #

Ég las erlendar umfjallanir og þar var ekki talað um bænir (ég las auðvitað ekki allar umfjallanir). Ég kippi mér ekki upp við þetta, sennilega voru bænir í mörgum blöðrum, flestar frá börnum sem voru látin skrifa bænirnar í barnastarfinu í kirkjunni, og trúmenn fjalla eðlilega um það. Svo las ég prédikun Árna Svans og þar er örlítill fyrirvari, kannski voru bænir - kannski ekki.

Á hverja blöðru voru hengd skilaboð. Þau voru skrifuð af fólki á öllum aldri. Við vitum ekki hvað þau skrifuðu - kannski voru það áhyggjur, þakkarefni, vonarskeyti. Kannski voru það bænir. Kannski voru þetta átta þúsund bænir sem svifu til himins, átta þúsund andvörp sem voru færð í orð og fylgdu Ljósmúrnum upp í himinhvolfið. #

Síðar í sömu prédikun (í sama húsi við Laugaveginn) hverfur fyrirvarinn og þetta voru bænir enda er titill prédikunarinnar "átta þúsund bænir".

Í Berlín svifu átta þúsund blöðrur og bænir til himins fyrir viku.
Í Reykjavík í dag eru að vísu engar blöðrur en hér eru bænarandvörp sem heyrast og svífa - til himins.
Og Guð,
Guð hlustar, heyrir – og uppfyllir þær að vilja sínum.
Það er okkar von og trú.

Og því verður ekki með orðum lýst, hvað allur sá lýður varð glaður og feginn.

Þess má geta að austurhluti Þýskalands er afar trúlaust svæði.

kristni
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)