Örvitinn

Herbert Snorrason elskar mig ekki

Herbert Snorrason

Undanfarinn var ekki merkilegur. Eftir eina athugasemd frá mér og furðulega harkaleg viðbrögð Herberts, sem sakaði mig um skort á lesskilningi, gerðist þetta:

"Herbert, ég get staðfest að Matti kann að lesa. "
"Herbert Snorrason [XXX]: Kúl. Ég hef aldrei séð nein merki þess þegar ég hef átt orðastað við hann."

Ég verð að hryggja Herbert því ég hef ekki hugmynd um hver hann er og man ekkert eftir að hafa átt orðastað við hann áður. Var varla að því í þetta skipti, "guttinn" fríkaði bara út þegar ég tjáði mig afskaplega málefnalega í tiltekinni umræðu.

Gaman að þessu!

aðdáendur
Athugasemdir

Matti - 19/11/14 14:44 #

Ég giska (út í loftið) á að fyrri samskipti okkar tengist eitthvað samsæriskenningum um 11. september og Tvíburaturnana en hef nákvæmlega ekkert fyrir mér í því. Veit bara að samsærissinnar eru yfirleitt ekki aðdáendur mínir.

Almar - 19/11/14 19:27 #

Þú ert með vinsælt blogg sem margir lesa, en fáir tjá sig um. Gróflega ákvarðað er þremur fjórðu lesenda illa við þig, þar sem skoðanir þínar eru ofstopafullar og öfgakenndar. Það væri í raun ekkert vitlaust að fangelsa þig fyrir Guðlast.

Matti - 19/11/14 19:40 #

Gróflega ákvarðað er þremur fjórðu lesenda illa við þig

Já, þetta er svo sannarlega afskaplega gróflega ákvarðað :-)

skoðanir þínar eru ofstopafullar og öfgakenndar

Hvaða skoðanir mínar ertu þá að tala um?

Eflaust væri ekki vitlaust að fanga mig fyrir Guðlast ef fólk telur að guðlast sé glæpur. Ég óttast dálítið þannig fólk.

Matti - 28/11/14 11:23 #

Óskaplega leiðir mér fólk sem mætir hingað, talar um ofstopa minn og öfgar, og lætur sig svo hverfa.

ps. Setninguna á undan má ekki stytta ef í hana er vitnað!




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)