Örvitinn

Skaðsemi kirkjuheimsókna

Sólarstrá

Skaðsemisrökin eru ekki veigamestu rökin í umræðunni um trúboð í skólum, trúboð í skólum væri alveg jafn óviðeigandi þó skaðinn væri enginn.

Þar með er ekki sagt að skaðinn sé enginn.

Vanlíðan barna og foreldra útaf þessu er dæmi um skaða, alvöru skaða. Jaðarsetning barna er skaðleg. Verri samskipti foreldra og skóla er skaðleg. Allt er þetta raunverulegt, ekki skáldað. Ég þekki mörg dæmi um þetta, meira að segja frá sjálfum mér. Ég hef rætt við foreldra sem líður illa, þora ekki að mótmæla, vilja ekki lenda í stappi við skólastjórnendur og kennara, vilja ekki taka börnin sín úr hópnum, en eru samt algjörlega mótfallin þessum kirkjuheimsóknum.

Það sem fólk er í raun að segja þegar það segir að þetta skaði engan, er að því sé drullusama um þennan skaða, hann skipti ekki máli, sé of léttvægur. Svo ég vitni í séra Örn Bárð:

Það hefur alltaf haft kostnað í för með sér að tilheyra minnihlutahópi. Þessi nálgun, „vesalings ég og börnin mín", virkar ekki sannfærandi. Þú verður bara að kyngja því að börnin þín uppgötvi að þau tilheyri minnihlutahópi ef þú hefur valið sjálfum þér og þeim lífsskoðanir minnihlutans. Kristnir menn um allan heim verða að þola hið sama. #

Það eru ótrúlega margir sem taka undir þessa mannvonsku.

kristni pólitík
Athugasemdir

Matti - 18/12/14 13:08 #

Takið eftir að ég sagði ekki orð um skaðsemi þess að segja börnum ósatt.

Gunnar S. - 18/12/14 18:15 #

Fyrir ótrúlega fáum árum voru samkynhneygðir hópur sem minna mátti sín á Íslandi. Karlmenn sneru baki við æskuvinum, pössuðu sig að sjást ekki með þeim á almannafæri og pössuðu sig á að fá ekki á sig rangan stimpil.

Í dag er öldin önnur og vonandi mun kærlíksríkari en hér áður. Fólki stendur lang flestum á sama um það hver er með hverjum eða hvort Diddi frændi bregði sér í bólið með Úlfari hjá Kaupþingi. Hér á landi er semsagt allt orðið mun fordómalausara og fólk bregður sér á ýmsa viðburði þar sem samkynhneygð er í sviðsljósinu án roða í vöngum eða sakbitiðs hugarfars, nú er fólk er ekki lengur fáfrótt eða uppfullt af reiðii og hatri því það kynnti sér málin. Eins einkennilegt og það er þá virðist mér þetta kirkjuhatur vera komið á alvarlegt stig. Börnin eru farin að hrópa vegna þessa á hvort annað. Við æpum á kirkjunnarfólk, þar finnast djöflar í mannsmynd, pervertar, og aumingjar sem telja saklausum börnum trú um að guð gefi fyrirgefningu og allt verði gott og blessað, jafnvel þó við vitum að þetta sé hugarburður. Þrátt fyrir þessa vitneskju og fyrirlitningu okkar á þessu kirkjunnarfólki þá erum við að ala börnin okkar upp á ákveðnum aðskilnaði sem aldrei er gott. Ef við leyfum þeim ekki að ganga inn og út þar sem þeim sýnist þá verða þau eins og hommahatararnir í gamla daga. Þau þekkja ekki hópinn sem um ræðir, þau geta ekki tjáð sig um hann og þau geta ekki haft réttar skoðanir. Kannski ættum við frekar að hugsa sem svo að það mætti gjarnan ýta á aðrar trúarhreyfingar í landinu að opna sýnar dyr og búa til notalega stund fyrir börnin okkar til að leyfa þeim að kynnast öðrum trúarbrögðum. Stór hluti heimsins aðhyllist einhverskonar trú og það er alveg nauðsynlegur partur í lífi krakkanna okkar að vita, skilja, þekkja og geta umgengist fólk frá öllum heimshornum í stað þess að láta fullorðnu öfgabloggarana ákveða hvað er gott og hvað sé slæmt fyrir börnin okkar.

Matti - 18/12/14 18:39 #

Trúleysingjar eru kúgaði minnihlutahópurinn í þess dæmi, ekki hvíti kristni meirihlutinn sem er með völdin. Þetta var ótrúlega heimskulegt innlegg!

Eva Hauksdóttir - 18/12/14 21:34 #

Ekki það að meirihlutarökin séu tæk - en stundar meirihluti þjóðarinnar virkilega kirkju?

Eva Hauksdóttir - 18/12/14 21:38 #

Æ ég ýtti of fljótt á enter. Ég á við - það heyrist svo oft í umræðunni að þessar kirkjuheimsóknir séu þáttur í menningunni og við séum "kristin þjóð". En er það ekki einmitt minnihlutinn að knýja á um kirkjusókn barna?

Hjalti Rúnar - 18/12/14 22:34 #

Hávær minnihluti. :l

Matti - 18/12/14 23:12 #

Er það ekki rétt munað hjá mér að það séu undir 10% sem fara í kirkju einu sinni í mánuði eða oftar?

Gunnar S., ég svaraði athugasemd þinni í símanum í ræktinni. Vil aðeins bæta við þetta.

Ef þú heldur að við eigum eitthvað erfitt með að umgangast kristið fólk eða séum á móti því að dætur okkar umgangist kristið fólk er það sjúklegur misskilningur hjá þér. Ég veit ekki hvaðan þú færð þessa hugmynd en hún er sturluð.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)