Örvitinn

Spotify og endurteknar greiđslur

Pollur

Mér finnst iđulega gleymast í umrćđunni um ađ Spotify greiđi tónlistarfólki ekki nóg, ađ neytendur eru líka ađ borga, í gegnum Spotify, fyrir ađgang ađ tónlist sem ţeir eiga nú ţegar á plötu, geisladisk eđa öđru sniđi og hafa greitt fyrir fullu verđi. Ég giska á ađ um helmingurinn af ţví sem ég hlusta á á Spotify eigi ég á geisladisk og hafi greitt fyrir. Ţađ gildir t.d. um metal-hlaupalistann minn sem ég hlusta mikiđ á í rćktinni, ţar eru tvö lög sem ég á ekki á geisladisk. Svo keypti ég megniđ af ţví sem ég hef hlustađ á međ Sun Kil Moon á tónleikunum um daginn, ţar var tímaröđin vissulega önnur en ég held ţađ eigi líka eftir ađ verđa algengara, fólk kynnist tónlist á Spotify og borgar sig svo inn á tónleika (og borgar miklu meira en fyrir plötu) og verslar ţar plötur og ađra muni.

Ég hef á tilfinningunni ađ "tónlistarbransinn" vilji ađ ég sé sífellt ađ borga fyrir sama hlutinn, kaupi plötu á vínil, CD og svo stafrćnt og borgi einnig sérstaklega fyrir streymiđ.

Annars er ég í dag ađ borga fyrir tvo ađganga ađ Spotify eftir ađ fjölskylduafslátturinn kom til sögunnar, ţar sem mađur fćr 50% afslátt af öđrum ađgangi á sama reikning.

tónlist
Athugasemdir



ath. póstfangiđ birtist ekki á síđunni

má sleppa

(nćstum öll html tög virka, einnig er hćgt ađ nota Markdown rithátt)