Örvitinn

Jónas og óbeitin á trúarbrögðum.

Smáfuglar

Frá því Jónas Kristjánsson bloggaði að hann væri hógværari en aðrir trúleysingjar og sagði:

Hef aldrei fundið til þeirrar óbeitar, sem einkennir marga trúleysingja.

Hefur hann bloggað um vælið í biskup, fyrirmyndar páfa, hóflausa fyrirgreiðslu, fjölmenningu í rústum, gagnslausa lögregluvernd (og íslam), eins og Rómverji (íslam og fjölmenning) (í tvígang), (nei, þrígang), ógilt lögmál múslima, mannréttindi og sharia, og nú síðast trúarbrögð til vanza.

Við hin (þessi öfgafullu, með óbeitina) finnum ekkert til meiri óbótar en Jónas. Við höfum bara stundum verið dugleg við að tjá okkur og gagnrýna og fáum þá á okkur öfga- og umburðarleysisstimpil. Náum ekki að vera næstum því jafn ötul við skrifin og Jónas.

ps. Mér finnst yfirleitt kjánalegt þegar fólk reynir að aðgreina sig frá atheistum og segist vera agnotistar. Þetta fólk trúir ekki á gvuði. Greinarmunurinn er yfirleitt marklaus í daglegu tali.

Ýmislegt
Athugasemdir

Matti - 15/01/15 10:14 #

Í gær: Of dýr ríkiskirkja.

Ekki misskilja, ég fagna öllum þessum pistlum Jónasar. Megi hann skrifa sem allra mest um trúarbrögð.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)