Örvitinn

Eftirlit með trúarhópum

fólk
Á ríkið í alvöru að fylgjast með því í hvaða trúfélag fólk er skráð? Ég segi nei!

Það vekur eðlilega athygli þegar þingmaður segir að hafa eigi sérstakt eftirlit múslimum á Íslandi, enda hugmyndin sturluð, en ætli það myndi vekja sterk viðbrögð ef einhver legði til að ríkið héldi bókhald um trúarskoðanir eða trúfélagsaðild íslendinga í gagnagrunni, t.d. hjá Þjóðskrá. Þar væri hægt að fletta upp öllum múslimum, kaþólikkum, mótmælendum, búddistum, heiðingjum og húmanistum landsins (gyðingar eru ekki með skráð félag). Nei, það væri auðvitað sturlað að ríkið héldi slíkt bókhald og stórhættulegt ef maður spáir í það.

Þetta er samt raunin, gagnagrunnurinn er til og tilvist hans réttlætt með þeim falsrökum að þetta sé hagkvæm leið til að koma meintum sóknargjöldum til trúfélaga.

Ég legg til að skránni verði eytt og trúar- og lífsskoðunarfélög innheimti félagsgjöld til að fjármagna starfssemi sína.

efahyggja pólitík
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)