Örvitinn

Ónýtt í Hagkaup

Í gærkvöldi stoppuðum við í Hagkaup Skeifunni á heimleiðinni og versluðum í matinn. Í búðinni var ekkert kóríander og við ákváðum að kaupa það í dag. Gyða kom við í Hagkaup í Kringlunni í dag og greip einn pakka, þann skásta sem hún sá.

Þegar við fórum að elda í kvöld og opnuðum pakkan var þetta innihaldið.

onytt_koriander_hagkaup.jpg

Þetta var rándýrt og handónýtt. Við reyndum að skola og finna allt nýtilegt en það var ekki mikið og lítið kóríanderbragð af enchilada í kvöld.

Til hvers verslar maður eiginlega í Hagkaup? Ekki er það fyrir gæðin, svo mikið er víst. Æi, haldið bara áfram að auglýsa hvað það sé "skemmtilegt" að versla í Hagkaup.

kvabb
Athugasemdir

Matti - 18/01/15 15:23 #

Við komum við í Bónus í Faxafeni eftir ræktina áðan. Þar var til nóg af fallegum ferskum kóríander.

En það voru ekki til neinir ferskir tómatar!

Ég hef aldrei áður komið í grænmetisdeild verslunar þar sem ekki fást tómatar.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)