Örvitinn

Er eitthvað að marka Umboðsmann Alþingis?

speglun í Dublin

Fréttir dagsins snúast um Umboðsmann Alþingis og flestir sammála um að hann eigi heilmikið hrós skilið.

Það er því merkilegt að sjá hvað sumt annað, sem kemur frá sama Umboðsmanni sama Alþingis, er umdeilt. Hvað skoðanir hans hafa lítið vægi í raun þegar fólk er ekki sammála.

Þannig birti Vantrú fyrir skömmu pistil þar sem fram kom að Umboðsmaður Alþingis hefði staðfest að sóknargjöld væru framlög. Þetta álit UA skiptir engu og fjölmargir talsmenn ríkiskirkjunnar láta eins og þetta séu bara stælar í Vantrú! Áður hafði fjármálaráðherra sagt nokkurn vegin það sama.

Síðast í morgun var fullyrt í níufréttum RÚV* að sóknargjöld væru félagsgjöld innheimt af ríkinu!

Svo ég svari sjálfur spurningunni. Já, álit Umboðsmanns Alþingis skipta máli, þau eru vel rökstudd, hafa vægi og það er heilmikið að marka hann.

* Fullyrðingin kom frá fréttamanni, ekki viðmælanda. Þessi fréttatími er ekki aðgengilegur á vefnum eins og er. Fréttin sem ég vísa til var ekki í áttafréttum, hádegisfréttum eða síðdegisfréttum útvarps.

Uppfært. Hér er fréttin á vefnum og þarna stendur "Sóknargjöld eru innheimt af ríkinu og nema 9.000 krónum á mann á ári". Þetta stangast algjörlega á við álit Umboðsmanns Alþingis.

fjölmiðlar kristni pólitík
Athugasemdir

JR - 24/01/15 22:37 #

Merkilegt alltaf að lesa það sem er skrifað er á þessum vef. Eitthvað í ætt við einræðisherra þar ein skoðun er í boði . Allir sem ekki eru ,,vantrúir" eru gerðir að óvinum. Núna má umboðsmaður alþingis ekki setja fram lögfræðiálit, þar sem öll viðmið hafa verið brotin.

Matti - 24/01/15 23:02 #

Ég held þú sért að misskilja algjörlega. Umboðsmaður Alþingis er svo sannarlega enginn "óvinur".

Og já, þetta blogg snýst fyrst og fremst um mínar skoðanir! Döh.

Óli Gneisti - 25/01/15 09:46 #

Alltaf gott þegar fólk skrifar athugasemdir eftir að hafa túlkað fyrirsagnir án þess að lesa færsluna sem fylgir.

Matti - 25/01/15 14:31 #

Og ætli JR sé ekki núna að segja fólki sögur af einræðisherrunum í Vantrú sem þola ekki Umboðsmann Alþingis?

Hvað um það, kannski er þetta akademísk orðræðugreining hjá honum. Skulum ekki útiloka það.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)