Örvitinn

Sponsuð presthjón á Facebook

Ríkiskirkjan kvartar iðulega undan því að hana skorti pening. Samt auglýsir hún frekar mikið og víða, í blöðum, útvarpi og á veggspjöldum. Á Facebook birtast stundum auglýsingar frá kirkjunni. Hér eru tvö skjáskot sem ég tók með símanum af Facebook straumnum mínum, þá seinni í dag en hina fyrir einhverjum vikum.

Facebook auglýsing frá Kirkjunni

Voðalega er Árni alvarlegur, ætli hann hafi verið brjálaður?

Facebook auglýsing frá kirkjunni

Það er eflaust tilviljun að þessar tvær síðustu auglýsingar sem ég hef rekist á frá kirkjunni á Facebook vísa á greinar presthjónanna Árna og Kristínar. Árni Svanur er vefprestur kirkjunnar en hann fer varla að hampa greinum þeirra hjóna frekar en annarra. Ég verð að játa að ég heimsæki Facebook vegg kirkjunnar afskaplega sjaldan en ætla að reyna að muna að taka alltaf skjáskot héðan í frá þegar ég rekst á svona auglýsingar.

Það er gott að sjá að fjárvana ríkiskirkja hefur efni á að setja fé í auglýsingar á Facebook. Félagið Vantrú, sem hefur aldrei kvartað undan því að fá ekki fjármagn frá skattgreiðendum, eyðir ekki krónu í auglýsingar á Facebook.

kristni
Athugasemdir

Erlendur - 01/02/15 22:45 #

Hvað ætli ríkiskirkjan eyði miklu í Facebook auglýsingar? Spurning hvort að maður geti einfaldlega sent þeim fyrirspurn :P

Matti - 02/02/15 10:08 #

Það er hægt að kaupa svona auglýsingar fyrir nokkra þúsundakalla, ég fæ reglulega meldingar frá Facebook um að ég geti keypt svona fyrir Vantrú.

Málið er bara að ég vil ekki eyða peningum til að troða skilaboðum frá Vantrú á Facebook veggi fólks sem hefur ekki áhuga á félaginu. Það er algjörlega tilgangslaust.

Alveg eins og þessar auglýsingar kirkjunnar sem birtast hjá mér.

Matti - 03/02/15 11:14 #

Í gærkvöldi sá ég þriðju auglýsinguna frá kirkjunni og í þetta skipti komu presthjónin hvergi nærri. Kannski hefur þetta blogg áhrif!




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)