Örvitinn

Mannúðin og hrokinn

Kristin trú er samt grunnurinn að þeirri mannúð sem við þekkjum #

Dæs.

Svo láta talsmenn ríkiskirkjunnar eins og þeir séu hógværir og málefnalegir. Átta sig ekki á hrokanum og mannfyrirlitningunni sem kemur fram í orðum sem þessum í fjölmörgum prédikunum og pistlum hverja einustu helgi.

Kristin trú er ekki grunnurinn að þeirri mannúð sem við þekkjum, það er fullkomið þvaður. Mannúð er ekki kristið fyrirbæri, ekki frekar en kærleikur, fyrirgefning, hógværð eða upprisa. Þetta síðasta þó kristilegra en hitt.

Greinin er annars bara lúmskur áróður fyrir trúboði í skólum og öðru opinberu rými.

kristni
Athugasemdir

Óli Gneisti - 18/02/15 13:01 #

Kannski að vandamálið sé að þetta fólk þekkir ekkert nema kristna mannúð og það takmarki skilning þess á samfélaginu.

Matti - 18/02/15 23:07 #

Nú er þetta ríkiskirkjuprestur sem hefur farið í gegn um frekar langt háskólanám. Getur verið að það sé eitthvað verulega mikið að því námi?




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)