Örvitinn

Dylgjur Jóns Magnússonar

Jón Magnússon lögmaður og fyrrverandi þingmaður líkti Jón Gnarr við Hitler í lokaorðum bloggfærslu og tók því illa þegar ég svaraði.

Skjáskot

Ég vil leiðrétta (enn og aftur) dylgjur um að ég leggi fæð á kristið fólk. Þetta er auðvitað bara rógburður hjá lögmanninum og ef ég myndi kæra hann þyrfti hann að draga orð sín til baka. Eins og ég sagði í svari sem hann hefur ekki birt þegar þetta er ritað er ég ekki kæruglaður maður (þó sumir ljúgi öðru). Auk þess truflar það mig lítið þó Jón Magnússon dylgi um mig, enginn sem skiptir máli tekur mark á honum.

Ég aðhyllist ekki kristni, mér finnst margt mjög kjánalegt og sumt galið við kristna trú en það er einfaldlega rangt að mér sé illa við kristið fólk. Sumt kristið fólk er mér illa við vegna þess að það verðskuldar ekkert annað en langflest kristið fólk, eins og flest annað fólk, er almennilegt og hefur ekkert gert mér eða mínum. Ég legg ekki fæð á fólk nema tilefnið sé ærið.

Jón Magnússon er ekkert sérlega merkilegur náungi. Ég mætti honum einu sinni í Silfri Egils og ræddi örlítið við hann eftir þátt. Þótti lítið til hans koma.

Ýmislegt
Athugasemdir

Matti - 19/02/15 15:16 #

Jón Magnússon er alls enginn rasisti þó hann hafi skrifað greinina Ísland fyrir íslendinga. Alls enginn. Greinin var bara mistúlkuð, hann hefur ekkert á móti hvítum kristnum útlendingum!

Hann er heldur alls enginn rasisti þó hann hafi logið því að ólöglegir innflytendur fái 215þúsund á mánuði. Alls enginn.

Er hann fasisti? Ég veit það satt að segja ekki.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)