Örvitinn

Óttast Jón Valur óþægilegar spurningar eða andmæli?

Kristni baráttumaðurinn Jón Valur Jensson bendir á að ríkiskirkjan er ekki með opið fyrir athugasemdir á vefsíðunni trú.is þrátt fyrir sífellt tal kirkjufólks um "samtal". Kirkjufólk er í raun miklu meira fyrir eintal (prédikanir). Auðvitað er þetta dálítið merkilegt og ágæt ábending hjá Jón Val.

Um tíma var hægt að gera athugasemdir við greinar á vefjum Þjóðkirkjunnar, tru.is og kirkjan.is - en svo virðist ekki lengur. Eru prestar og aðrir skriffinnar þar hræddir við að fá á sig óþægilegar spurningar eða andmæli við greinaskrif sín? #

Jón Valur Jensson virðist reyndar sjálfur hræddur við óþægilegar spurningar og andmæli. Hér er dæmi:

Skjáskot

Ég er semsagt blokkeraður á öllum síðum hans, bæði einkabloggi og hjá Kristna þjóðarflokknum (sem er eiginlega líka einkablogg JVJ).

Mér finnst þetta skemmtilegt.

Þess má geta að hann færa að tjá sig eins og hann vill á þeim síðum sem ég tengist eitthvað. Skrifar líka gríðarlega mikið þegar hann kemst í ham og ekki vantar yfirlætið hjá karlinum, það er eiginlega enginn nógu merkilegur til að svara honum.

Ýmislegt
Athugasemdir

Jón Valur Jensson - 21/02/15 15:24 #

Ekki hef ég sýnt því áhuga að skrifa á þessa vefsíðu þína, Matti, en þótt þú gerir þig breiðan með Vantrúarvefinn, þá er hann í eigu þeirra samtaka, ekki þín prívateign, og opinn fyrir almennum umræðum, hefði ég haldið (enda brjóti menn ekki skilmála innleggja þar), og því hef ég stundum skrifað þar, þegar mér hefur blöskrað málflutningur ýmissa á Vantru.is, en afar sjaldan þó á seinni árum, þótt ég eigi þar raunar mörg innlegg núna í nýlegri umræðu um eftirfarandi greinar (hér getið með upphafs-ritunartíma þeirra):

20.02. kl: 23:06 Móðir Teresa var engin Móðir Teresa 20.02. kl: 18:02 Vanmáttugur skapari alheimsins? 10.02. kl: 21:02 Ofbeldið og trúfrelsið

Matti - 21/02/15 15:28 #

Ég vísaði á bloggsíðu Kristilegra stjórnmálasamtaka en ekki prívat bloggsíðu þína. Er það ekki sambærilegt við mig og Vantrú - eða ertu að segja að báðar síðurnar séu persónulegar bloggsíður þínar?

Já og þú hefur tjáð þig þegar þér blöskrar - enda máttu það og þú getur það vegna þess að þú ert ekki ritskoðaður á þessum síðum. Ólíkt mér á þínum síðum :-)

Matti - 21/02/15 15:29 #

Legg til að þú notir vísanir (hlekki, slóðir) til að benda á greinar á vefnum í athugasemdum, það er kjánalegt að vísa eins og þú gerir hér - með titli og tímasetningu greina.

Jón Valur Jensson - 21/02/15 15:31 #

Enginn Kristinn þjóðarflokkur er til hér á landi (ólíkt hinum Norðurlöndunum og mörgum öðrum Evrópulöndum). Rangt er ennfremur hjá Matta, að Krist.blog.is sé einkavefur minn -- þar hefur meirihluti hinna 15 félagsmanna Kristinna stjórnmálasamtaka átt vefpistla. Rétt skal vera rétt.

Þórður Ingvarsson - 21/02/15 16:25 #

15 meðlimir! Jahérna hér! Það er aldeilis! Vá!

Matti - 21/02/15 16:30 #

Efst vinstra megin á forsíðu heimasíðunnar sem ég vísaði á undir "Um bloggið stendur "Kristinn þjóðarflokk !" og í title tagi síðunnar sendur það sama. Á forsíðu er líka talað um "Kristin stjórnmálasamtök"! Ég biðst velvirðingar á að hafa túlkað það þannig að þarna væri um að ræða kristinn þjóðarflokk eða kristin stjórnmálasamtök. Ég á það til að fara framúr mér í túlkunum.

Rangt er ennfremur hjá Matta, að Krist.blog.is sé einkavefur minn

Ég fullyrti ekki að svo væri - ég var að bera aðkomu þína að þessari vefsíðu saman við mína að vantrú.is - eða ertu að reyna að segja að það sé ekki þín ákvörðun að ég er blokkeraður á síðunni?

Af hverju er ég blokkeraður Jón Valur? Af hverju er ég líka blokkeraður á þinni síðu? Ertu hræddur við óþægilegar spurningar eða andmæli frá mér?

Þórður Ingvarsson - 22/02/15 17:35 #

Þetta eru augljóslega alltof óþægilegar spurningar fyrir Jón Val að svara. Nú, nema hann sé upptekinn við að svara einhverjum einhversstaðar fyrir eitthvað sem var sagt fyrir þrem árum síðan.

Odie - 23/02/15 00:13 #

Sumir eru að henda grjóti úr glerhúsi, og er JVJ eiginlega alveg eins og Mofi. Óþægileg umræða og þá ritskoðar hann í snatri.

Ég á eiginlega aðeins eina lýsingu á þessu hjá JVJ

ROFL !

Odie - 23/02/15 23:46 #

Til gamans má benda á að siðasta athugasemdin sem ég sendi á þráðinn hans JVJ hefur ekki verið birtur enn og siðari póstar augljóslega komið.

Þannig að maðurinn sem kvartar undan ritskoðun, ritskoðar bloggið, þar sem, hann kvartar undan ritskoðun !

en það eina sem ég benti honum á er það sé ekki hægt að ræða við hann á hans bloggi af þessum sökum.