Örvitinn

Laugardagshangsið

Laugardagur, róleg helgi. Ekkert sérstakt í gangi annað en lokaverkefni og annað tæknigrúsk. Auðvitað smá tiltekt fyrst ég á að vera að læra, það fylgir bara. Ryksuguróbótinn dundar sér í eldhúsinu.

Svaf frameftir í dag, sá nýtt lágmark á vigtinni og ekki eftir djammsukk í þetta skipti, hef verið nokkuð duglegur varðandi mataræðið. Það eru meira en tuttugu ár síðan ég var 80kg síðast, mig minnir að ég hafi verið 78kg þegar ég útskrifaðist úr Verzló. Nú fer ég að hætta að horfa á þyngdina. Fer aftur í mælingu seinni partinn í mars og þarf að fara að breyta kaloríuviðmiðinu. Finna jafnvægi.

Búinn með tebollann. Best að koma sér úr húsi.

Sá Whiplash í gærkvöldi, þótti hún góð en Birdman betri. Boyhood þótti mér líka góð, jafnvel þó ekkert gerðist, Grand Budapest Hotel var frábær.

Autoplay vídeó í lúppu - hvað er það eiginlega? En það er þó a.m.k. hljóðlaust og hægt að stoppa. Var aðeins að dunda mér, svona fyrst ég á að vera að vinna í meistaraverkefninu.

dagbók
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)