Örvitinn

Að skila skömminni

Sólmyrkvinn

Ef ekki væri fyrir stöðugan og vaxandi ágang ríkiskirkjunnar og Gídeon í leik- og grunnskólabörn væri ekkert vandamál að færa skólabörnum gleraugu til að fylgjast með sólmyrkva.

Ekki skamma fólkið sem reynir að setja reglur til að bregðast við, gagnrýnið þá sem það verðskulda. Ef jesúliðið kynni sér hóf væri þetta ekki til umræðu.

Nei, það er ekki í lagi að gefa öllum sem vilja óheftan aðgang að leik- og grunnskólabörnum. Skólar eru ekki til þess og slíkt endar bara í rugli. Það er heldur ekkert mannréttindabrot að halda kristniboði frá skólum, kristniboð á (og má) fara fram í kirkjum landsins.

kristni pólitík
Athugasemdir

Elín Sigurðardóttir - 24/03/15 09:33 #

Þetta eru undarlegar reglur hjá Reykjavíkurborg. Þessi svakalegu vandræði með þessi gleraugu hefðu kannski ekki orðið ef Björk Guðmundsdóttir hefði átt hugmyndina?

http://eldri.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3727/1434_read-28522/

Matti - 24/03/15 09:37 #

Ég er ekki viss um að reglurnar séu undarlegar, ég held það sé bara mjög erfitt að setja almennar reglur um svona mál.

Ef það hefðu verið settar sértækar reglur sem hefðu bannað trúboð trúfélaga í leik- og grunnskólum landsins hefðu trúfélögin væntanlega kvartað og kært.

Ég hefði einfaldlega heimilað gjöfina í þessu tilviki, það var augljóslega ekkert verið að auglýsa þannig að þetta sólmyrkvadæmi var ekki sambærilegt við það þegar fyrirtæki gefa merktar vörur.

Ég held að fólk sé enn að læra að höndla svona mál, það tekur tíma. Að mínu mati er þetta miklu betra en að hafa engar reglur og óheftan aðgang allskonar hópa að leik- og grunnskólabörnum.

Bjarkardæmið er ekki algjörlega sambærilegt, spurning hvernig yrði brugðist við því í dag ef Björk vildi gefa öllum skólabörnum eintak af nýjustu smáskífunni sinni eða eitthvað í þá áttina. Bjarkardæminu mætti frekar líkja við að Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness byði skólabörnum í vettvangsheimsókn.

Elín Sigurðardóttir - 24/03/15 10:00 #

Að mínu mati er betra að hafa engar reglur heldur en mismunun. Nei, Bjarkardæmið er ekki sambærilegt við gleraugun góðu. Viðtökurnar sem þau fá hjá Reykjavíkurborg, hún og Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness, eru alls ólík. Spilling er rétta orðið. Við vitum hvernig hún virkar og nennum henni ekki lengur.

Matti - 24/03/15 10:04 #

Það var þörf á reglum og margir skólastjórnendur báðu um reglur. Ég vil reglur sem banna trúboð og auglýsingar í skólum og mér finnst það mjög eðlilegt. Og nei, ég treysti ekki kennurum til að setja þau mörk - þekki of mörg dæmi sem sýna að það gengur ekki.

Ég sé ekki spillinguna því dæmin eru alls ekki sambærileg.

Það þýðir ekki að það megi ekki reyna að laga núverandi reglur. Auðvitað má gera það.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)