Örvitinn

Dagbókarpunktar

666 kílómetrar á mælinum
Ég tek alltaf myndir þegar 666 bregður fyrir í daglegu lífi. Þetta var staðan á kílómetramælinum þegar ég lagði við vinnuna nýlega.

Ætla í spinning með Gyðu í hádeginu. Tók fætur í ræktinni á fimmtudag og er eiginlega laus við harðsperrur. Kvíði samt dálítið fyrir tímanum! Hvernig er veðurspáin, ég þarf að fara að hjóla í vinnuna en nenni því bara í góðu veðri.

Var að setja saman innkaupalista, verslum eftir ræktina. Það er enginn kjúklingur á listanum sem er óvanalegt á þessu heimili. Ég versla ekki við verkfallsbrjóta.

Kominn aftur á Facebook eftir smá pásu. Get nú farið að rífast meira. Því fagna fáir.

Talandi um að rífast. Fór að rífast um Lucas Leiva á kop.is. Ítreka hér það sem ég sagði þar, þeir sem skilja ekki hvað Lucas færir liðinu hafa ekki vit á fótbolta.

Annars er allt þokkalegt að frétta. Búinn að skila meistaraverkefni, verð með kynningu og vörn í þarnæstu viku. Þá er þessu skólaævintýri bara lokið. Sem er svosem ágætt, þetta er búið að vera skemmtilegt en líka dálítið erfitt fyrir miðaldra mann í fullri vinnu.

Stúdentakjallarin er fínn. Ég var fastakúnni þar meðan ég vann að ritgerð, prófaði flesta rétti á matseðli. Verslaði líka mikið við Hámu og var ekkert að uppfæra stúdentaskírteinið til að fá afslátt. Spurning um að staðirnir birti afkomuviðvörun.

dagbók
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)