Örvitinn

Reiðhjólaþjófnaðir

Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ekki örugglega að leggja jafn mikla vinnu í að rannsaka þjófnaði á reiðhjólum og við að leita að fíkniefnum á tónleikagestum?

Mér sýnist á Facebook statusum að þessa daga sé gríðarlegu mörgum reiðhjólum stolið á höfuðborgarsvæðinu. Þar af mörgum rándýrum hjólum sem enda örugglega í gámum til útflutnings. Eitthvað af þessu hlýtur að vera skipulagt.

Ég hefði haldið að það væri frekar einfalt að rannsaka svona mál. Setja flott reiðhjól á nokkra staði og fylgjast með þeim, vakta svæði þar sem hjólum er oft stolið og setja staðsetningarbúnað í hjól. En fyrst og fremst þarf auðvitað að vera einhver áhugi á málinu. Ég man ekki eftir fréttum af því að svona mál hafi verið leyst en auðvitað gæti ég haft rangt fyrir mér varðandi það.

Ýmislegt
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)