Lítill skammtur af frönskum með sósu.Komum við á nýja kartöflustaðnum á Vitastíg í gær og prófuðum franskar. Þær voru ágætar en ekkert meira en það, "venjulegar" franskar kartöflur. Lítill skammtur á 750 krónur, fínar sósur. Ég hef fengið jafn góðar eða betri (jafnvel ódýrari) franskar kartöflur á mörgum skyndibitastöðum í borginni.