Örvitinn

Kristur, druslurnar og hundarnir

Það er maklegt og réttvíst að ganga Druslugönguna og vita að Jesús er með í för þegar við upprætum fordóma, dómhörku og ranglæti. #

Er Kristín Þórunn Tómasdóttir að atast í okkur? Hefur hún kynnt sér mannkynssöguna (þó það væri ekki annað en um Ísland fyrir 20-30 árum)? Hefur hún kynnt sér það sem er í gangi annars staðar í heiminum hjá (áköfum) fylgjendum Krists?

Það er ósmekklegt að nudda kirkjunni utan í druslugönguna*. Ég hefði aldrei gert athugasemd við að kirkjufólk taki þátt í göngunni og styðji en grein Kristínar er tilraun til að hampa kirkjunni og kristni í tilefni dagsins. Kann þetta fólk ekkert að skammast sín? Engin tilraun gerð til að gera upp "syndir" ríkiskirkjunnar - og nógu mörg mál þekkjum við þar sem ríkiskirkjan hefur vegið illa að "druslum". Eigum við að rifja upp skólaheimilið Bjarg sem er eitt versta "slut shaming" Íslands á síðustu öld. Eigum við að rifja upp ástandið og hvernig einn vinsælasti biskup ríkiskirkjunnar tengdist því "slut shaming"? Eigum við að rifja upp biskupinn á undan núverandi biskup og biskupinn á undan honum (og biskupinn á undan honum)?

Það að leggja fram eitthvað jákvætt sem haft var eftir Kristi en sleppa því neikvæða og fordómafulla, er dæmigert fyrir grænsápu ríkiskirkjupresta.

En Jesús svaraði henni engu orði. Lærisveinar hans komu þá og báðu hann: „Láttu hana fara, hún eltir okkur með hrópum.“ Jesús mælti: „Ég er ekki sendur nema til týndra sauða af Ísraelsætt.“ Konan kom, laut honum og sagði: „Drottinn, hjálpa þú mér!“ Hann svaraði: „Ekki sæmir að taka brauð barnanna og kasta því fyrir hundana.“

* Það hefði verið lítið mál að skrifar greinar á Vantrú í tilefni göngunnar en það var ekki gert. Ekki bara útaf krónískri leti heldur kom það aldrei upp, það datt engum í hug að misnota daginn. Mér finnst eiginlega ekki við hæfi að skrifa þessa bloggfærslu en það þarf að koma eitthvað mótvægi við áróður ríkiskirkjuprests.

kristni
Athugasemdir

Matti - 27/07/15 23:11 #

Matthías Ásgeirsson, einn helsti leiðtogi Vantrúar frá upphafi, og vantrúarfélaginn Frosti Logason, sem nýtir útvarpsþátt sinn Harmageddon á X-inu reglulega í þágu málstaðar félagsins, kristindóminn í öllum sínum menningarlega fjölbreytileika með sambærilegum hætti og helstu múslimaandstæðingarnir nálgast íslam.

Segir Bjarni Randver Sigurvinsson guðfræðinemi um málið.

Ég veit ekki alveg með hvaða hætti Bjarni Randver les þessi skrif en eins og fyrr er hann algjörlega ófær um að lesa skrif mín. Hér er kjarni greinarinnar fyrir Bjarna:

Ég hefði aldrei gert athugasemd við að kirkjufólk taki þátt í göngunni og styðji en grein Kristínar er tilraun til að hampa kirkjunni og kristni í tilefni dagsins.

Matti - 27/07/15 23:21 #

Bjarni Randver guðfræðinemi. Hér er smá vísbending til þín.

Það kemur þessari tilteknu umræðu ekkert við þó einhver í Vantrú hafi verið dónalegur eða sagt eitthvað "ljótt".

Innlegg þitt í umræðuna er augljóslega tilraun til að afvegaleiða hana. Þetta er ekki málefnalegt. Þú ert að míga í brunninn. Eins og þú hefur reyndar gert svo oft áður.

Reyndu að venja þig af þessu.

Hjalti Rúnar - 28/07/15 09:06 #

Bjarni, ég óska eftir því að þú útskýrir hvað þú átt við með "einkennilegum bókstafstrúarsértúlkunum [vantrúarfélaga]" í þessari umræðu.

Matti - 29/07/15 10:40 #

Ég vil vekja athygli á því að hér er opið fyrir athugasemdir.

Birgir Hrafn - 29/07/15 15:58 #

Hvar er athugasemd Bjarna Randvers ?




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)