Örvitinn

Sóknargjaldaáróðurinn

Kirkjufólk þreytist ekki á að tala um sóknargjöld eins og þau séu félagsgjöld. Ég hélt að málið hefði verið afgreitt þegar núverandi fjármálaráðherra, sem seint verður sakaður um að vera óvinur ríkiskirkjunnar, tók af allan vafa um að sóknargjöld eru einfaldlega greidd úr ríkissjóði.

[E]ngin sérgreind sóknargjöld eru innheimt af ríkinu, hvorki af þeim sem greiða tekjuskatt né þeim sem eru undir skattleysismörkum, heldur eru framlög vegna sóknargjalda greidd úr ríkissjóði af almennu skattfé og öðrum tekjum ríkisins óháð innheimtu tekjuskatts. Þetta kemur m.a. fram í því að framlögin eru greidd úr ríkissjóði þrátt fyrir að um þriðjungur framteljenda greiði engan tekjuskatt til ríkisins. #

Umboðsmaður Alþingis hefur einnig staðfest það sama. Sumir fulltrúar kirkjunnar hafa meira að segja játað það. Kirkjan er í sóknarham þessa daga og ætlar að kreista meira fé úr skattgreiðendum (og þá algjörlega án tillits til trúfélagsskráningar þeirra skattgreiðenda) og það er mikilvægt að láta ekki glepjast af áróðri og ósannindum kirkjufólks.

kristni pólitík
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)