Örvitinn

Grasekkill á gastropub

Gyða stakk af til útlanda í vikunni en grasekkilslífið gengur ágætlega. Ég hef aðallega verið að skutlast með stúlkurnar hingað og þangað eins og gengur.

matur á Public house
Hreindýratataki og Tereykt andalæri í pönnuköku. Ég var saddur eftir þessa tvo rétti.

Fór einn út að borða á Public house gastropub í gærkvöldi meðan stelpurnar voru á sitthvorri æfingunni - keypti svo pítsur handa þeim í kvöldmat. Það var dálítið skrítið að fara aleinn á veitingastað á fimmtudagskvöldi. Maturinn var afskaplega góður. Pantaði þrjá rétti samkvæmt ráðleggingu, tveir hefðu dugað - sérstaklega þar sem nauta short ribs var ansi vel útlátinn réttur.

public_house_short_ribs.jpg
Nauta short ribs.
Í kvöld fór Kolla í bíó með vinkonum og ég og Inga María horfðum á The voice. Nú sit ég og glápi á Netflix. Langar að sjá The Babadook en þori ekki að horfa á hana einn! Enemy at the Gates varð fyrir valinu í staðin.

Ég er búinn að vera með harðsperrur í fótum alla vikuna eftir æfingu síðasta sunnudags, hnébeygjur virka! Stefni á aðra fótaæfingu á morgun.

dagbók veitingahús
Athugasemdir

Siggeir F. Ævarsson - 17/10/15 00:52 #

Babadook er góð maður, láttu vaða!




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)