Örvitinn

„Minnir á ISIS og svipaða öfga hópa“

Þessi athugasemd hefur staðið á Facebooksíðu séra Jónu Hrannar Bolladóttur síðustu daga # án þess að hún hafi séð ástæða til að gera athugasemd. Birtist 5. nóvember, ég tók skjáskot og ákvað að bíða og sjá hvort Jóna Hrönn myndi fjarlægja kommentið eða gera athugasemd. Það hefur ekki enn gerst.

Athugasemd um Vantrú
Nasistar, Kommúnistar, Stasi, Talibanar og ISIS. Allt hópar sem eru næstum jafn slæmir og Vantrú!

Er þögn Jónu Hrannar sama og samþykki? Ég veit ekki, finnst óþarfi að ganga svo langt að halda því fram þó sumir "fræðimenn" hafi notað slíka aðferðafræði til að eigna mér orð annarra. Verð að segja að ríkiskirkjuprestar mættu andmæla samlíkingum á andstæðingum þeirra og ISIS. Nema þeir séu sammála, þá eiga þeir að hafa kjark til að segja það upphátt.

„Orð vega þungt“ segir Jóna Hrönn í stöðufærslunni sem athugasemdin var gerð við.

Finnst henni það virkilega?

kristni aðdáendur