Örvitinn

Kjarni umræðunnar

„Þar er kannski stærsti ásteytingarsteinninn. Ásmundur, og aðrir tilfinningarakamenn sem deila með honum skoðunum, telja kröfuna um að þeir rökstyðji mál sitt með raunveruleikanum vera það sem er að umræðunni í dag. ... Ég virði skoðanir annarra en ég áskil mér rétt að kalla eftir rökstuðningi fyrir þeim og að sjálfsögðu að vera ósammála ef sá rökstuðningur er annað hvort ekki til staðar, er afar slakur eða tómt rugl.“ #

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans lýsir umræðunni eins og hún hefur verið á Íslandi afskaplega lengi. Alltof margir hafa fengið að komast upp með að láta eins og Ásmundur - og svo koma aðrir og halda að sannleikurinn hljóti að liggja á milli tveggja póla.

vísanir
Athugasemdir

Hjalti Rúnar - 21/12/15 00:35 #

Millifyrirsagnirnar gætu gefið það til kynna að hann væri sérstaklega að skrifa um Vantrú (t.d. "Skoðanakúgun að gagnrýna fabúleringar") :)

Matti - 22/12/15 15:34 #

Já, millifyrirsagnir ættu heima í hressilegri vantrúargrein.

Þórhallur Helgason - 23/12/15 08:35 #

Látt'ekki svona, Ásmundur er bara að spyrja spurninga! ;)

Matti - 23/12/15 14:58 #

Ég er auðvitað að reyna að ritskoða hann, þagga niður í honum - hvað næst - verður bannað að heita Ásmundur? :)




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)