Örvitinn

Árekstur strætó

strætó á ferð
Í fyrradag lenti strætisvagn á leið þrjú, sem fór frá Mjódd um hálf tvö, í árekstri á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar. Við áreksturinn köstuðust farþegar til og a.m.k. tvær konur sem stóðu féllu í gólfið - önnur meiddist og gat ekki staðið upp. Hún er pólsk og þurfi farþegi að þýða fyrir hana því hún talaði hvorki íslensku né ensku. Lögreglan mætti á svæðið og hóað var á sjúkrabíl sem var ekki kominn þegar aðrir farþegar fóru yfir í vagn sem kom að sækja þá. Ég veit ekki hvort konan slasaðist alvarlega, vona ekki.

Ég hef ekki fundið neina frétt um þetta atvik og ekki er minnst á það í dagbók lögreglunnar. Ég hélt að árekstur strætó og slys á farþegum væri alltaf fréttnæmt. Kannski birtist þetta í einhverjum fjölmiðlum og ég hef bara ekki getað fundið það.

Ég veit af þessu vegna þess að dóttir mín var í vagninum.

Ýmislegt
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)