Örvitinn

Áhrif trúarbragða

Þeir sem eru sannfærðir um að trúarbrögð hafi engin áhrif þegar sumir fremja voðaverk geta ekki haldið því fram að trúarbrögð hafi stórkostleg áhrif þegar aðrir gera góðverk.

efahyggja
Athugasemdir

Carlos - 22/03/16 22:56 #

Þeir sem halda að trúarbrögð séu ábyrg fyrir helstu meinsemdum mannkyns, horfa framhjá þætti viðskipta, stjórnmála, öflun og vinnslu auðlinda, stóriðnað og þjóðflutninga. Þeir horfa þá líka framhjá því, að trúarbrögðin sem slík eru ekkert annað en sameiginleg viðhorf manna, sem hafa fleiri hliðar og fleiri grunngildi en þau sem tilheyra trúnni sem þeir aðhyllast.

Matti - 23/03/16 08:19 #

Ertu í einhverri vörn Carlos?

Matti - 23/03/16 08:24 #

Það er áhugavert að þú skrifar "séu ábyrg fyrir" meðan augljósa tengingin við mín orð væri "hafi áhrif á". Þetta er munurinn á samtali og prédikun!

Carlos - 23/03/16 10:49 #

Vörn? Nei, en ég hef gaman að því að skoða fleiri möguleika en 0 og 1. Þannig að miðað við línuna sem þú dróst með orðunum „árhif“ og „áhrifaleysi“ finnst mér bara tilvalið að bæta nokkrum plönum við.

Talandi um hvað hefur áhrif á hvað, þá finnst mér eftirfarandi undirkafli um íslam og hryðjuverk í ensku Wikipedíu áhugaverður, og tala á móti tiltekinni einföldun vandans um þátt trúar í ofbeldi.

https://en.wikipedia.org/wiki/Islamic_terrorism#Religious_motivation

Matti - 23/03/16 12:50 #

ég hef gaman að því að skoða fleiri möguleika en 0 og 1

Línan sem ég dró með mínum orðum var nú ekki "binary" - en slíka línu draga þeir sem segja að "trúarbrögð hafði engin áhrif þegar sumir fremja voðaverk". Auðvitað er þægilegt að einfalda gagnrýni á trúarbrögð sem 0 og 1, láta eins og hún sé barnaleg og gagnrýnendur segi að trúarbrögð séu rót alls ills en ekki t.d. að þau séu olía á eldinn.

Mesta einföldunin í umræðunni um þátt trúar í ofbeldi er sú sem ég fjalla um í færslunni, að trúarbrögð hafi ekkert með málið að gera. Næst mesta einföldunin er að trúarbrögð hafi allt með ofbeldið að gera.

Carlos - 23/03/16 13:19 #

Ég veit ekki um marga sem færu alla leið og kenndu trú fólks um allt eða ekkert. Gerir þú það?

Matti - 23/03/16 13:37 #

Ég geri það ekki. En ég sé mjög marga afsaka trúarbrögð þegar voðaverk eru framin af trúuðu fólki sem vitnar í trúarritin og segist fremja voðaverkin í nafni trúarbragðanna. Þá er einmitt gjarnan talað um einföldun þeirra sem benda á þátt trúarbragða, alveg óháð því hvort nokkuð hafi verið einfaldað!

Þessi stöðuga umræða um einföldun gerir það einmitt að verkum að (sérstaklega trúað) fólk þorir ekki að ræða og viðurkenna hlut trúarbragðanna.

carlos - 23/03/16 13:57 #

Það er réttmæt athugasemd, sértaklega þegar menn taka mið af umfjöllun stjórnmálamanna í fréttum í kjölfar hryðjuverka. Eða þegar menn eru að verja kerfi sín. Verst þegar menn trúa einföldununum eins og nýju neti.

Ég held að sum trúarbrögð hafi afskaplega vondan sakaferil, sérstaklega kristnin. En ég held líka, að einræðisstjórnarhættir séu sýnu verri, sérstaklega þegar trú manna er misnotuð til að réttlæta ógnarverk þessara stjórna.

Ég held ekki að við getum óskað okkur trúarbrögðin burt, hvað þá stjórnmálin. En við getum, fjandinn hafið það annars, haft áhrif á hvort tveggja.

Hvernig er þetta sem einföldun?

Carlos - 23/03/16 14:04 #

Ég er reyndar að vísa með þessu óbeint í eina af uppáhaldsrithöfundum mínum um trúarbrögð, Karen Armstrong, sem fjallaði um vandamál stríðs og trúar í bók sinni Fields of Blood.

Korterssamtal um bókina er hér að finna.

Matti - 24/03/16 11:57 #

Hvernig er þetta sem einföldun?

Þetta er fín greining, varla nokkur einföldun (þó allt í samræðum manna sé einföldun að einhverju leyti).

Matti - 27/03/16 18:35 #

Ofbeldisverk eru ekki unnin í nafni trúar. Kærleiksverk eru unnin í nafni trúar. #

Framhaldsblogg




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)