Örvitinn

Chris Cornell í Hörpu

Chris Cornell á tónleikum

Þegar við gengum að Hörpu í gærkvöldi, eftir kvöldmat með vinafólki á Sushi Samba, benti ég Gyðu á að fólkið sem þyrptist að var allt á okkar aldri.

Tvítaði Palli og hitti naglann á höfuðið.

Tónleikarnir voru flottir, Chris Cornell er flottur, gaurinn sem spilaði með honum í mörgum lögum var flottur, rótarinn var meira að segja flottur. Þetta var semsagt flott! Chris Cornell spilaði lög eftir sjálfan sig og aðra (Bob Dylan, Led Zeppelin, John Lennon, Prince...). Hápunktur tónleikanna var þó þegar hann spilaði þetta lag, ég varð dálítið meyr (ok, hugsaði um Regin og táraðist dálítið - við hlustuðum oft á þetta og annað sem Chris Cornell gerði).

Það var óþarflega mikið ráp á fólki, margir virðast ekki ráða við að pissa fyrir tónleika. Eflaust hafa einhverjir verið búnir að fá sér nokkra bjóra. Svo var fólk of duglegt við myndatökur. Ég smellti af myndinni með færslunni en lagði mig fram um að trufla ekki fólk við það, sessunautur Gyðu var á Snapchat hálfa tónleikana. Slakið aðeins á, allt í lagi að taka einhverjar myndir en reynið að upplifa líka sjálf!

tónlist
Athugasemdir

Matti - 24/03/16 12:40 #

Eitt sem ég vildi bæta við. Þó Nothing compares to you eftir Prince hafi verið flott hefur Sinead O'Connor svo rækilega eignað sér það lag að maður bíður alltaf eftir hápunkti sem ekki kemur þegar aðrir flytja lagið!