Örvitinn

Biskupinn og ofbeldisverkin

hafnarfjall
Hafnarfjall föstudaginn langa.

Ég skrifaði örstutta bloggfærslu um daginn.

Þeir sem eru sannfærðir um að trúarbrögð hafi engin áhrif þegar sumir fremja voðaverk geta ekki haldið því fram að trúarbrögð hafi stórkostleg áhrif þegar aðrir gera góðverk.

Það mætti halda að biskup hafi lesið bloggið því í páskaræðunni sagði hún, eins og til að ögra mér:

Ofbeldisverk eru ekki unnin í nafni trúar. Kærleiksverk eru unnin í nafni trúar.

Kjarninn tekur undir en tekur ekki eftir því að þetta gengur ekki upp. Trúarbrögð geta ekki bæði verið stikkfrí og orsakandi.

Enda segir biskup í sömu ræðu:

Hugsunarháttur og lífsafstaða hefur áhrif á líf hvers manns. Trú er lífsafstaða.

Annað hvort hafa trúarbrögð og trúarafstaða einhver áhrif á það sem fólk gerir eða ekki. Erum við ekki öll sammála biskup um að þau hafi (eða geti haft) áhrif, þó hún sé ekki endilega sammála sjálfri sér.

kristni
Athugasemdir

Matti - 28/03/16 13:45 #

Takið eftir að orðalag biskups er jafnvel enn vægara en það sem ég andmæli hér. "Ofbeldisverk eru ekki unnin í nafni trúar".

Það sjá allir að þetta er tómt þvaður, fjölmörg ofbeldisverk eru einmitt unnin í nafni trúar. Það má vel vera að í einhverjum tilvikum sé það yfirskin - en ofbeldismennirnir sjálfir segjast ítrekað vera að fremja ofbeldi í nafni trúar og tilteinka þau trúarbrögðunum.

Ehansullah Ehs­an, talsmaður harðlínu­hreyf­ing­ar­inn­ar Jama­at-ul-Ahrar sem til­heyr­ir tali­bön­um í Pak­ist­an, seg­ir að hreyf­ing­in hafi framið árás­ina og kristn­ir hafi verið skot­markið. #




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)