Örvitinn

Umræðuhefð íhaldsins

Ég hef tekið eftir því undanfarið að pólitíska umræðan er farin að líkjast umræðunni um trúmál síðasta áratug eða svo. Íhaldsmenn eru farnir að tjá sig nákvæmlega eins og kirkjufólk hefur gert.

Nýjasta dæmið er frá Hannesi Hólmsteini.

hhg_hatur.png

„Hatur“ er mjög algeng ásökun trúvarnarfólks, sérstaklega þegar ekkert tilefni er til að draga hatur fram. Eftirminnilegt er t.d. þegar Karl biskup sagði að Siðmennt væru hatursfull samtök! Hér er annars „hatrið“ sem Hannes þykist sjá hjá Jónasi Kristjánssyni:

skrif Jónasar

Það er nákvæmlega ekkert athugavert við þessi skrif Jónasar og Hannes Hólmsteinn veit það. Ég er ekki beinlínis þekktur fyrir að verja Jónas (leitið bara hér á blogginu).

Ótrúlega margt af því sem ég hef séð skrifað um Andra Snæ forsetaframbjóðanda er nákvæmlega það sama og skrifað hefur verið um öfgafólk sem stendur mér nærri. Það sorglega er að sumt af því hefur verið skrifað af hörðum stuðningsmönnum Andra Snæs.

Ég vona dálítið að einhver þeirra sjái að ásakanir um öfgar eru stundum algjört rugl - og ekki bara rugl - heldur umræðuaðferð notuð til að þakka niður í óþægilegum röddum.

Af hverju er umræðan svona? Ég er ekki viss, en ég held að ein ástæðan sé að sama spunafólkið sé á bak við hana. Íhaldið er víða.

pólitík