Örvitinn

Ekkert galið

Það er nákvæmlega ekkert galið við dýrablessun í ríkiskirkjunni. Auðvitað er ekkert eðlilegra en að fólk mæti með gæludýrin í hús Drottins þar sem fulltrúi almættisins blessar skepnunar með þar til gerðum þulum og handahreyfingum.

Alls ekkert. Þetta er það eðlilegasta í heimi.

Ég vona bara að seiðkarlinn sá sem fór með þulurnar hafi ekki skilið hin dýrin eftir; rotturnar í ræsinu, títlurnar í veggjunum, ormana í grasinu og mávana í fjörunni. Það væri auðvitað galið.

kristni
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)