Örvitinn

Kristilega þjóðhátíðin í Reykjavík

Var að skoða dagskrá þjóðhátíðardagsins í Reykjavík og kristilegu atriðin vöktu að sjálfsögðu athygli mína.

Ég veit það tekur því varla að tuða um þetta en ég læt það ekki stoppa mig. Sjáið til, 17. júní er ekki kristilegur dagur á nokkurn hátt. Helmingur landsmanna er ekki trúaður. Af hverju hefst þá dagskráin með messu?

Mynd af auglýsingu

Svo er það kaþólska kirkjan sem býður börn velkomin, að sjálfsögðu, hver hefur ekki gaman að því að hugsa um kaþólska presta og börn! Af hverju er ÍTR að auglýsa atburði á vegum trúfélaga, hvað þá kaþólsku kirkjunnar sem er svo hörmumlegt apparat að Guðni Th, maðurinn sem vill ekki segja nokkuð sem gæti stuðað fólk, sagði sig úr félaginu.

Mynd af auglýsingu

Ég veit að þetta hefur alltaf verið svona en í gvuðanna bænum, hættið að hafa þetta svona. Trúfélög hafa nógu marga daga til að fá athygli og þjóðhátíðardagur á að vera hátíð allra landsmanna.

Mynd af auglýsingu

Sjálfur ætla ég að eyða deginum á hinni þjóðlegu tónlistarhátíð Secret Solstice. Af einhverri undarlegri ástæðu virðast skipuleggjendur hátíðarinnar hafa gleymt kristilegu tjöldunum í undirbúningi! Eða er hugsanlegt að hægt sé að halda hátíðir án þess að kristni sé hluti af dagskránni?

kvabb
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)