Gísli Marteinn elskar mig ekki, hann elskar hunda
Þetta byrjaði allt á tvíti Skúla Jóns sem Gísli Marteinn setti á sinn Twitter vegg (retweet-aði)
Það skal tekið fram að ég þoli ekki svona málflutning og setti sjálfur inn tvít (án þess að gera reply hjá nokkrum):
„[Gerði X] og enginn dó“ er skelfilega heimskulegur frasi, hættið þessu! „Olli fólki sem ég þekki ekkert óþægindum og enginn dó - lol“
Og ég stend við þetta, það heldur því enginn fram að fólk muni deyja vegna hunda í strætó eða á veitingastöðum, en þetta mun (örugglega, ekki hugsanlega) valda einhverjum óþægindum og hugsanlega munu sumir þurfa að hætta að taka strætó eða setjast inn á Kaffi vest! En hverjum er ekki sama svosem, þetta eru aumingjar.
Þess má geta, áður en lengra er haldið, að ég er ekki með nokkuð ofnæmi og er afskaplega hrifinn af hundum persónulega. Bara svo það sé tekið af borðinu.
En það kom svar við þessu og þá vísaði Gísli Marteinn á sérfræðinga.
Fréttin sem Gísli Marteinn vísar á er þessi: mbl: Verði hvatt til að tilkynna ofnæmiseinkenni
Þar segir strax í upphafi, með minni feitletrun:
„Það verður að gera ráð fyrir að þetta valdi einhverjum óþægindum en ég get ómögulega sagt hversu miklum,“ segir Davíð og ítrekar að hann byggi ekki skoðanir sínar á rannsóknum á notkun gæludýra á almenningssamgöngum.
Og í lokin, um ofnæmisviðbrögð við hundum og köttum í strætó:
„Það má gera ráð fyrir að það séu tiltölulega fáir sem fái slík einkenni, en það er alls ekki hægt að útiloka það,“ segir hann.
M.ö.o. þá segir heimild Gísla Marteins ekki það sama og hann fullyrti. Maður hendir ekki bara fram fullyrðingum um einhverja sérfræðinga án þess að hafa eitthvað örlítið fyrir sér.
Og varðandi það að gúgla hlutina! Það er ekki hlutverk annarra að leita heimilda þegar maður fullyrðir eitthvað - en ég gerði betur og fór á Google Scholar og leitaði að rannsóknum. Fann ekki neinar sem styðja það sem Gísli Marteinn heldur fram.
Andri - 16/09/19 11:13 #
Kannnski spurning um að athuga sinn gang þegar hálft internetið er búið að blokka þig.
Matti - 16/09/19 11:38 #
Það er nú ekki hálft internetið!
Auðvitað hugsa ég minn gang. Þess vegna skrifa ég þetta hér meðal annars og set samhengið inn þegar það er hægt.
Hvaða lexíu á ég t.d. að draga af því að þú hafir blokkað mig? Þú skrifaðir athugasemd við tvít hjá mér (hjá mér stendur "This Tweet is unavailable" við öll innlegg Andra þarna, rökræður hans og Ásgeirs eru þarna undir), varst aðallega að rökræða við annað fólk (Ásgeir) og blokkaðir mig svo - ég sem hafði aldrei gert athugasemd við tvít hjá þér!
Þannig að ég veit ekki alveg hverju ég á að breyta. Þú mættir alveg upplýsa mig ef þú nennir.
Nema auðvitað að svarið sé að ég eigi að ritskoða sjálfan mig sem ég hef gert alltof mikið.
Sveinn - 29/02/20 05:13 #
Að blokka fólk er yfirleitt frekar hallærislegt, en það skiptir líka máli hvernig maður setur hlutina fram. Ég kannast við það enda verið blokkaður af fleiri en einum og fleiri en tveimur.
Þú ert með góð tök á tungumálinu og veist alveg að innlegg þín til Gísla Marteins hljóma frekar yfirlætislega. Með því að vera vingjarnlegri hefðirðu getað komið fyrir hann vitinu þannig að öll dýrin í skóginum væru enn vinir.
Matti - 29/02/20 12:04 #
Það skiptir vissulega máli hvernig hlutirnir eru settir fram og ég hef oftar en einu sinni gerst sekur um að tjá mig ónærgætilega.
"Lastu þetta" skrifaði ég í farsíma, úti í bíl, áður en ég ók af stað. Full knappt hjá mér vissulega, kannski dálítið hranalegt, en ekkert rosalega dónalegt að mínu mati :-)
Twitter er auðvitað dálítið sérstakur vettvangur, stíllinn þarf að vera knappur og stundum auðvelt að mistúlka tilfinningar þess sem skrifar. Og svo verð ég auðvitað taka fram að Gísli Marteinn á sjálfur fjölmörg innlegg á twitter sem eru miklu yfirlætislegri (og bara dónalegri) en þessi skrif mín (en það er engin afsökun fyrir mig auðvitað)
Matti - 04/12/20 12:15 #
Séð 12. október, tveimur eða þremur dögum eftir blokk.
Hér hef ég hugmynd, en þetta er bara svo ómerkilegt að ég nenni þessu ekki. Hann afvinaði mig líka á Facebook en gleymdi að blokka mig, ég er tillitssamur og bað Facebook að sýna mér ekki opnu færslurnar hans. Ætlaði að skrifa eitthvað um þetta mál en Facebook status konunnar hans (og sameiginlegs kunningja), eftir að ég setti myndina inn á Facebook, stoppaði mig. En fyrst ég setti Baldur hér fyrir ofan inn fannst mér þetta líka þurfa að vera með, ekki hægt að fela og láta eins og hafi ekki gerst.
Þetta er líka eina blokkið sem mér finnst í alvöru leiðinlegt enda höfum við verið kunningjar í langan tíma, þó Óla hafi sinnast við mig fyrir einhverjum mánuðum.
Aðdragandinn var kannski langur en látum það eiga sig maðurinn myndi bara segja að ég væri að væla og gera mig að fórnarlambi ef ég tjái mig eitthvað.
Breytir því ekki að mér finnst þetta rætið og ljótt, en það er bara vegna þess að ég er svo "eitraður". Fyndið að dylgja um fólk og tala um að það muni væla og dylgja!
"Matti, allt þetta fólk getur ekki haft rangt fyrir sér, þú ert augljóslega vandamálið".
- Augljóslega.