Örvitinn

Karlmenn hafa ekkert forskot á konur...

Verkalýðsfélag var að kjósa nýjan formann. Þessi voru í framboði.

HúnHann

[Hún] út­skrifaðist með MBA-gráðu við Há­skóla Íslands árið 2012, lauk námi í mannauðsstjórn­un við End­ur­mennt­un Há­skóla Íslands árið 2005 og verk­efna­stjórn­un og leiðtogaþjálf­un við End­ur­mennt­un Há­skóla Íslands árið 2004. Á ára­bil­inu 1996-2013 sinnti hún margsinn­is snörp­um álags­verk­efn­um sem kosn­inga­stjóri.

Hún starfaði hjá 365 miðlum ehf. 2005-2012. Þar var hún fram­kvæmda­stjóri mannauðssviðs og sá m.a. um þverfag­leg verk­efni og kjara­samn­ings­gerð. Hún var áður fram­kvæmda­stjóri starfs­manna- og þjón­ustu­sviðs og verk­efna­stjóri áskrifta­sölu­deild­ar hjá fyr­ir­tæk­inu.

Hún var deild­ar­stjóri inn­heimtu­deild­ar Tals 1999-2002, þjón­ust­u­stjóri Islandia In­ter­net ehf. 1997-1999. Starfaði á skrif­stofu VR 1989-1996, hóf þar störf í mót­töku, síðan í kjara­mála­deild, var í af­leys­ing­um við sjúkra­sjóð og sá síðan um bók­hald VR og skyldra fé­laga.

Þá var [hún] formaður starfs­greinaráðs skrif­stofu- og versl­un­ar­greina 2011, í stjórn Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands 1995-2001, varamaður í jafn­rétt­is­ráði 2001-2003 og formaður landsliðsnefnd­ar kvenna í hand­bolta 1995-1996.

Fyrri störf
Hef starfað hjá Erninum síðan 1992 fyrst með skóla en svo í fullu starfi. Á sæti í stjórn VR og hef setið síðan 2009.

Menntun
Fjölbrautaskólinn Í Breiðholti

Auðvitað vann karlinn með yfirburðum.

feminismi
Athugasemdir

Matti - 14/03/17 14:43 #

Það er aðeins þrasað á Facebook, ég tek það kannski saman síðar. En kjarninn í því er sá að sumir vilja meina að þetta hafi ekkert með jafnrétti kynjanna að gera, karlinn verðskuldi djobbið vegna þess að hann sé hugsjónamaður og fólk óánægt með hana (ekki komið fram hvers vegna).

ps. Mér leiðast Facebook umræður!

Matti - 14/03/17 15:33 #

Ekkert hefur beinlínis komið fram í þessum Facebook umræðum varðandi það hvað konan gerði til að uppskera óánægju félagsmanna (annað en launahækkun á tímabilinu).

Aftur á móti er eina alvöru skýringin sem hefur komið fram sú að konan sé„innmúraði MBA kandídatinn og hann vinstri popúlistinn af gólfinu.“ Hún er fulltrúi valdsins og yfirstéttar, hann fulltrúi litla mannsins.

Matti - 14/03/17 22:13 #

Umræður um þetta hafa orðið ansi súrar að mínu mati.

Best að vísa á heimildir mínar. Ég afritað listana einfaldlega af tveim vefsíðum sem ég fann þegar ég gúglaði:

Niðurstaða mín af umræðunum er að fólk getur alltaf fundið réttlætingu til að kjósa karl framyfir hæfari konu.

Matti - 15/03/17 08:49 #

Vegna þess að ég var spurður; ég þekki konuna ekki neitt, tengist henni ekki á nokkurn hátt og vissi næstum ekkert um hana fyrr en ég skoðaði þetta mál eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir.

Daniel - 16/03/17 15:53 #

Sæll Matti, getur ekki lika verid ad fyrst kjörsoknin var svona lag, ad tessi 17% sem toku tatt hafi verid folkid sem vildi breytingu, a medan hin 83% voru satta folkid sem voru ekkert ad spa i tessu?

Matti - 16/03/17 21:57 #

Það er mjög líklegt að óánægðir mæti frekar en þeir sem eru sinnulausir. Ég held að dræm kjörsókn í VR hafi alltaf verið vandamál þar, sést best á því að Stefán Einar náði verða formaður þar með örlítilli smölun.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)