Verðtryggt og óverðtryggt
Tæknilega séð er enginn munur á óverðtryggðu láni með breytilegum vöxtum og verðtryggðu láni.
Það er hægt að útfæra óverðtryggð jafngreiðslulán (færa hluta vaxta á höfuðstól) eða verðtryggt lán þar sem vextir og verðbætur eru greidd við hverja afborgun. Þetta er útfærsluatriði og snýst um það hvort afborganir séu háar og höfuðstóll greiddur hratt eða lægri afborganir í upphafi lánstíma.
Sumir virðast kalla eftir óverðtryggðum lánum með föstum lágum vöxtum. M.ö.o. lánum sem rýrna í verðbólgu. Láta eins og lág verðbólga undanfarið sé ekki undantekning á Íslandi.
- Vísindavefurinn: Hve mörg lönd í heiminum leyfa verðtryggingu lána?
- Vísindavefurinn: Er verðtrygging lána lögleg í Evrópusambandinu?
Athugasemdir