Örvitinn

Þungarokksþjóðin

Um helgina fara þúsundir íslendinga á þungarokkstónleika með hljómsveitinni Rammstein í Kórnum í Kópavogi. Ég fagna því þó ég fari ekki sjálfur (ef þið eigið miða sem þið þurfið að losna við skal ég alveg skoða það að kaupa þá af ykkur).

Varðandi þungarokkið. Það er algjörlega málið að hlusta á þungt rokk reglulega, er líka örugglega meinholllt. Gott fyrir taugakerfið, hjartað og þarmaflóruna. Með því er ég alls ekkert að segja að önnur tónlist sé síðri eða slæm fyrir þarmaflóruna, alls ekki. Ég er bara að segja að fólk sem fílar engan vegin þungarokk sé með gat í hjartanu og stundum slæmar hægðir, svo ég gerist prestlegur.

Skálmöld hefur gert ótrúlega mikið í að breiða út málminn á Íslandi, HAM eiga stóran aðdáendahóp. Þannig að jafnvel þó söngurinn sé "þungur" hlusta fjölmargir íslendingar og njóta. Þetta snýst nefnilega oft um að gefa tónlistinni smá séns, það er alveg pæling á bak við það að rymja.

Þetta skrifa ég næstum því bara til að geta sett inn lagið Stabbed með hljómsveitinni Black Therapy. Þeir sem fíla þetta ekki, en fíla Rammstein, Skálmöld og HAM, þyrftu að fara í (svarta) meðferð!

lag dagsins
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)