Þingsetning í trúræðisríki
Hvernig ætti þessi mynd að líta út? Katrín Jakobsdóttir og Guðni Jóhannesson ættu að ganga fremst og á eftir kjörnir þingmenn. Biskup og prestar heima hjá sér á meðan.
Sindri G - 15/12/17 14:18 #
Árið 2017 er löggjafarþing Íslendinga enn sett í kjölfar þess að talsmaður ósýnilegrar veru á himnum, sem enginn hefur séð, hefur lokið sér af við að messa yfir þingmönnum, forsetanum og fylgdarliði. Hann er með bók meðferðis í athöfnina sem hann vitnar í þar sem segir t.a.m. frá talandi asna, risa sem sefur í járnrúmi, fjöldaupprisu í Jerúsalem, manni sem klauf rauðahafið í tvennt, reglum um þrælasölu o.fl. í þeim dúr.
Eftirfarandi kemur fram á vef Alþingis: Þingmenn söfnuðust saman í Alþingishúsinu, anddyri Skálans, kl. 1.10 miðdegis og gengu þaðan til guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 1.30. Séra Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur á Reynivöllum í Kjalarnessprófastsdæmi, predikaði. Séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónaði fyrir altari ásamt biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur." Miðað við þær upplýsingar að þjónað sé fyrir altari, þá þýðir það að menn byrja á því að borða "líkama krists" áður en löggjafarstörf hefjast... hversu absúrd er þetta?