Örvitinn

Samfélagsmiðlar eru sturlaðir

Tunglið
Rosabaugur um tunglið á gamlárskvöld
Facebook er sturlað fyrirbæri og gjörsamlega sturlað fyrirtæki sem er að gera okkur meira og minna sturluð! Það sem birtist á Facebook veggnum er glórulaust. Sama efnið birt margoft (hey, hér er það sem þú settir "like" við í fyrradag, viltu ekki sjá það aftur?), sömu auglýsingar trekk í trekk (hey, hér er dótið sem þú keyptir fyrir mánuði, viltu kaupa meira?). Twitter er líka sturlað dæmi, í raun furðulega merkileg nútíma útgáfa af framhaldsskóla klíkunum þar sem vinsæla fólkið stjórnar umræðunni og útilokar þá sem það fílar ekki.

Ég kúpla mig aðeins út, afskráði fréttamiðla sem voru búnir að taka yfir vegginn (það eru aðilar sem geta borgað Facebook fyrir að birta efnið þeirra).

Ætla að taka pásu.

Samt eru þessir miðlar svo dóminerandi að það er erfitt að slíta sig frá þeim, maður missir af ýmsu. Þannig að pásan verður einfaldari, ég ætla ekki að setja neitt inn. Ég fylgist með tilteknum innleggjum, les skilaboð en set ekki inn færslur.

Blogga frekar ef ég nenni því og næ hætta að hugsa um blogg-eltihrellinn og félaga hans.

dagbók
Athugasemdir

Matti - 21/01/18 12:17 #

Þetta gildir líka um Twitter og Snapchat. Það er einhver áráttuhegðun hjá mér sem brýst út í að snappa einhverju tilgangslausum hversdagsmyndum. Hætti því.

Og Twitter statusar! Til hvers?




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)