Örvitinn

Deig í Seljahverfi

Nýjasta viðbótin í Seljahverfi er bakaríið Deig sem nýlega opnaði á Seljabraut. Þau eru farin að bjóða upp á súrdegisbrauð og það er einfaldlega syndsamlega gott.

Við hjónin röltum af stað í góða veðrinu!

Það tekur okkur tæpar fimm mínútur að rölta 400 metra.

Bakaríið Deig
Bakaríið er hrátt og hægt að fylgjast með bökurum við vinnu.

Súrdeigsbrauð
Súrdeigsbrauðið var volgt og sjúklega gott. Þetta er alvöru handverk.
Inga María sagði að þetta minnti hana á útlönd. Í Gracia hverfinu í Barcelona rölti ég oft út í bakarí á morgnana og sótti nýbakað brauð í morgunmat.

Smurt súrdegisbrauð
Mér finnst yfirleitt best að rista súrdegisbrauð en tímdi því ekki fyrst brauðið var enn volgt. Egg, tómatur, parmaskinka, ostur.

Kleinuhringir
Kleinuhringirnir eru geggjaðir, ekki dæmigert kleinuhringjadeig heldur kleinudeig. Við keyptum þrjár sortir og skiptum milli okkar.
Það er lúxus að hafa Deig í hverfinu og ég vona innilega að þetta gangi vel. Annað væri líka galið, þetta er geggjað bakarí. Ég kann vel að meta að úrvalið er minna en í hefðbundnum bakaríum, en gæðin einfaldlega miklu meiri.

dagbók matur
Athugasemdir

Matti - 05/05/18 09:50 #

Verð reyndar að taka fram að súrdegisbrauð dagsins (sjá tímasetningu athugasemdar) var ekki alveg jafn gott og þetta. Eins og það vantaði aðeins meira salt í það.

Laddi - 09/05/18 14:26 #

Smakkaði þetta loksins um helgina, bæði beyglur og kleinuhringi. Mjög impressed!

Matti - 14/05/18 17:35 #

Kleinuhringirnir eru stórhættulegir!




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)