Örvitinn

Mýtan um tíu þúsund skref

Eitt skref
Það er fínt að ganga.

Hver hefur ekki heyrt að fólk eigi að ganga tíu þúsund skref á dag? Frægur og vinsæll fjölmiðlamaður orðar það svona á Twitter:

„Auk þess er nauðsynlegt fyrir mannslíkamann að ganga 10K skref á dag. Annars fer meltingin í rugl og fólk fær brjósklos. Mannslíkaminn er gerður til að labba mjög mikið.“

Vandinn er að þetta er ekki rétt; það er ekkert sérstakt við töluna tíu þúsund, hún kom upphaflega frá japönskum framleiðendum skrefateljara.

Hreyfing er góð og ganga er afskaplega fín hreyfing en það er ekkert sérstakt við töluna tíu þúsund. Það getur jafnvel verið áhrifaríkara ganga rösklega í tíu mínútur heldur en að þramma langt og fyrir marga er bara ekki einfalt að ná tíu þúsund skrefum á dag en flestir ættu að geta tekið stuttan röskan göngutúr.

Og varðandi meltinguna og brjósklos, það tengist annars vegar mataræði og hins vegar kyrrsetu, en hefur ekkert með tíu þúsund skref að gera.

efahyggja
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)