Örvitinn

Brúin yfir Breiðholtsbraut

Brúin yfir Breiðholtsbraut
Brúin yfir Breiðholtsbraut
Fólk (þ.m.t. ég) gerir alltof mikið af því að tuða og of lítið af því hrósa því sem vel er gert.

Nýja göngu- og hjólabrúin yfir Breiðholtsbraut er frábær og tengir Seljahverfi afskaplega vel við Efra-Breiðholt. Göngutúrinn minn í Breiðholtslaug, þar sem World Class er líka til húsa, er orðinn afskaplega þægilegur - 1.2km tekur svona 15 mínútur að labba sem er einmitt fín upphitun.

Gönguleið
Gönguleiðin úr Bakkaseli í Breiðholtslaug

Mér fannst kannski engin rosa þörf á þessari brú þegar fyrst var farið að fjalla um hana, það eru undirgöng 250 metra fyrir neðan og ljós 100 metrum ofar, en þetta er til mikilla bóta fullyrði ég. Að minnsta kosti fyrir okkur sem búum þarna í næstu húsum.

hrós
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)