Örvitinn

Jabra Elite Active 65t heyrnartól

heyrnartól
Jabra Elita Active 65t þráðlaus heyrnartól

Það eru margir að tala um AirPods en þið vitið að það eru til aðrar tegundir af snúrulausum heyrnartólum.

Ég keypti mér t.d. Jabra Elita Active 65t fyrir ræktina í nóvember og gæti ekki verið sáttari. Þau passa vel í eyru, hljóðið er mjög gott (ekkert síðra en í Jaybird x3 sem ég átti á undan og þykja mjög góð), heyrnartólin hljóðeinangra og virka vel í símtölum (miklu betur en Jaybird x3).

Ég var hræddur um að þau myndu ekki tolla vel en það voru óþarfa áhyggjur. Hljóðið er hægt að stilla með Jabra appinu, það er hægt að hleypa umhverfishljóði í gegn (og stilla það), sambandið við símann hefur verið hnökralaust og svo finnst mér þau miklu flottari en AirPods (það er varla hægt að rökræða það)!

Nota heyrnartólin fjórum-fimm sinnum í viku, amk 70 mín í senn. Hleð þau í boxinu sem fylgja og hleð boxið á svona tveggja vikna fresti.

Áður en ég keypti þessi prófaði ég Jaybird Run heyrnartól úr útsölurekkanum með skila- og sýningavörur í Elkó en skilaði þeim eftir tvo daga, tengingin við símann virkaði ekki nógu vel, hljóðið hökti sífellt. Kannski var það bara lélegt eintak.

Fékk heyrnartólin hjá Dixons í Gatwick.

græjur
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)