Örvitinn

Sólarupprás á Spáni

Þann 1. júlí vaknaði ég afskaplega snemma og rölti upp á þaksvalir íbúðarinnar sem við dvöldum í á Spáni og tók myndir af sólarupprás. Notaði púða undir myndavélina enda ekki með þrífót og smellti af myndum.

myndavél á púða
Notaði púðann undir D810 myndavélina, prófaði svo nokkrar staðsetningar á svölunum. Þessi mynd tekin með nýja símanum

Sólin alveg að koma upp
Það eru heilmiklar framkvæmdir í ganginu þarna rétt hjá, verið að byggja íbúðir. Byggingakranar voru því fyrir. Því miður. Kannski var þó bara ágætt að hafa þá í forgrunni!

sól og byggingakranar
Sólin var ansi hátt á lofti þegar hún loks birtist.

Sól yfir byggingakrönum
Innan við tíu mínútum síðar var sólin komin yfir byggingakranana

myndir