Örvitinn

Veikindadagur

Hráslagalegt veðurSennilega hjálpaði útivera í hráslagalegu veðri á laugardag ekki til!

Ég tók mér veikindafrí í dag í fyrsta skipti á núverandi vinnustað þar sem ég hef unnið nákvæmlega í tvö ár. Búinn að vera slappur síðan á sunnudag og er afskaplega kvefaður. Ekkert vit í öðru en að halda sér heima og reyna að jafna sig.

Hef eiginlega alltaf verið heilsuhraustur, fæ sjaldan pestir og ef þær bíta endast þær stutt.

Ég er að reyna að slaka bara á en kann það kannski ekki alveg! Er búinn að setja í þvottavél, taka úr og setja í uppþvottavél og fá mér morgunmat. Er kominn undir teppi í sófanum með tebolla.

17/09/19 17:08
Þetta byrjaði nú "bara" sem heljar kvef og slappleiki en hefur svo þróast yfir í ansi þokkalegan magaverk.

Ekki mjög skemmtileg kveisa!

18/09/19 13:31
Hafði magaverki í gær þar til ég tók loks verkjalyf um kvöld, þá hvarf verkurinn! Skrítið með þessi verkjalyf. Ákvað að vera heima annan dag en er búinn að vera á fjarfundum í allan dag. Það er alveg ágætt, ég kom mér vel fyrir en hef getað unnið. Stefni á að mæta í vinnu á morgun.

heilsa
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)