Örvitinn

Gangbrautir

gangbraut og kirkja
Stundum er fólk jafnvel að fara til kirkju þegar það gengur yfir gangbraut

Ökumaður sem nálgast gangbraut þar sem umferð er ekki stjórnað af lögreglu eða með umferðarljósum skal aka þannig að það valdi ekki gangandi vegfaranda á gangbrautinni eða á leið út á hana hættu eða óþægindum. Skal ökumaður nema staðar, ef nauðsynlegt er, til að veita hinum gangandi færi á að komast yfir akbrautina.

Ökumaður skal ekki nema staðar á gangbraut. #

Takið eftir að þarna er ekkert talað um það hvort það henti ökumönnum eða hvort þá langar að stoppa fyrir fólki sem bíður við gangbraut. Ökumenn eiga að stoppa og hleypa fólki yfir.

Þetta virðast furðulega margir ekki vita. Enda ótrúlega margir ökumenn bjánar.

Ýmislegt
Athugasemdir

óli - 22/11/19 22:39 #

Þetta snýst ekki um það að ökumenn séu fávitar.

Það væri óhagkvæmt ef hver einasti bíll myndi stoppa þegar fullorðinn einstaklingur sem hreyfist eðlilega, til dæmis þú, væri nálægt gangbraut. Ökumaðurinn veit að þú getur auðveldlega skotist yfir án þess að hann stoppi sérstaklega fyrir þér og horfi á þig ganga yfir götuna. Það er "optimal" lausn.

Ástæða þess að bíllinn stoppar þegar þú ert með dóttur þinni er að ökumaðurinn veit að barn (eða hundur, maður í hjólastól, o.s.frv.) hefur ekki færnina eða skynvitið sem felst í því að fara yfir götu. Þessi ákvörðun er framkvæmd í undirmeðvitundinni og snýst ekki um að ökumaðurinn sé fáviti (hér er ég auðvitað ekki að tala um ökumenn undir áhrifum, þá sem eru að aka langt yfir hámarkshraða, o.s.frv.)

Þetta er líka ein ástæða þess hvað við erum órafjarri því að eignast "sjálfkeyrandi" bíla. Við getum ekki (ennþá) kennt tölvum hegðun sem lifir í undirmeðvitundinni og hefur þróast á milljónum ára. Það er miklu erfiðara en að kenna þeim að tefla eða spila tölvuleiki.

Matti - 23/11/19 13:30 #

Það væri óhagkvæmt ef hver einasti bíll myndi stoppa þegar fullorðinn einstaklingur sem hreyfist eðlilega, til dæmis þú, væri nálægt gangbraut.

Það á að vera óhagkvæmt (fyrir fólk í bílum)!

Ökumaðurinn veit að þú getur auðveldlega skotist yfir án þess að hann stoppi sérstaklega fyrir þér...

Nú er ég að sjálfsögðu að tala um tilvik þar sem bíll myndi keyra á mig (og drepa eða slasa) ef ég gengi yfir, ekki þau tilvik þar sem langt er í bíl eða hann hægir verulega á akstri þannig að ég geti gengið yfir.

Gangbrautir veita gangandi fólki forgang. Þannig eru umferðarlögin og þegar bílar brjóta þann "samning" eru þeir um leið að brjóta lög.

Ég labba töluvert í Breiðholti og ef það er einhver fjarlægð í bíl þegar ég kem að gangbraut, þá labba ég rólega yfir. En ég hef mjög oft lent í því að þurfa að stoppa fyrir við gangbraut, því annars væri ég dauður!

Ég er sammála með sjálfkeyra bíla; það er langt í að þeir geti virkað vel við allar aðstæður.




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)