Örvitinn

Vöffludagurinn

Vaffla
Vaffla með ís og súkkulaðisósu
Í tilefni vöffludagins voru vöfflur eftir hádegismat hér í Bakkaseli. Mér finnst þær bestar með ís og súkkulaðisósu. Notaði uppskriftina úr Stóru matarbókinni. Helsti vandinn við vöfflugerð er að setja rétt magn af soppunni í vöfflujárnið, of lítið og vafflan verður ekki nógu falleg, of mikið og það lekur úr og verður dálítið sóðalegt.

Annars bara vinnudagur eins og undanfarið, allir að gera sitt. Mér varð ekkert alltof mikið úr verki, einn af þeim dögum.

Ég fór ekki úr húsi, ætlaði að gera æfingar eftir vinnu en ekkert varð úr því af einskærri leti.

Eldaði svo pylsupasta úr afgöngum. Klassískur afgangaréttur. Tókst að salta pastavatnið aðeins of mikið!

Stemmingin á tímum veirunnar er bara alveg þokkaleg miðað við aðstæður, maður verður að reyna að takmarka áhyggjur við það sem maður hefur stjórn á, ekki því sem maður hefur ekkert um að segja.

dagbók
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)