Örvitinn

Göngutúr í bakarí

Smáralind
Kolla á bílastæðinu við Smáralind. Þar var ekki mikið að gera.
Ég, Kolla og Gyða fórum í göngutúr í næsta almennilega bakarí, löbbuðum 9.6km fram og til baka! Bakaríið er semsagt Brauð&co í Garðabæ.

Reyndar ákváðum við fyrsta að fara í göngutúr og svo stakk ég upp á bakarísferð fyrst veðrið var gott. Gengum þá framhjá vinnunni minni í Hlíðarsmára og þar yfir í Garðabæ, en Brauð&co er við Krónuna á Arnarneshæð.

gongutur_png
Gönguleiðin á korti frá Garmin. Smellið á myndina til að sjá allt um röltið!
Það voru nokkuð margir á ferli, gangandi, skokkandi og hjólandi. Sumir að spila frisbígolf, aðrir að hlaupa á hlaupabraut á frjálsíþróttavelli ÍR - ætli sé í lagi að maður skelli sér þangað og hlaupi nokkra hringi? Þægilegra en misgóðir stígarnir hér í Seljahverfi.

Það var nóg að gera í Brauð&co en ágætt bil á milli viðskiptavina, merki á gólfi sem sýndu hvar fólk átti að standa í röð en þetta var ekki alveg að ganga upp við afgreiðsluborðið.

Ég spilaði DOOM 2016 í svona fimm klukkutíma í kvöld! Ætlaði bara að spila smá en hvarf ofan í tölvuleikinn! Það er gaman að þessu. Ætla að klára þennan leik einu sinni aftur áður en ég kaupi nýja DOOM leikinn.

Enginn kvöldmatur, bara afgangar af súrdeigsbrauðinu, sem er reyndar fínn matur!

dagbók
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)