Örvitinn

Göngutúr í sólskyni og snjó

Bakkasel
Snjókoma og glampandi sól í Bakkaseli
Fórum í göngutúr í Breiðholti að loknum vinnudegi. Slatti af fólki á ferðinni, nokkrir að skokka og hjóla. Langflestir virtu tveggja metra regluna.

Gengum meðal annars framhjá Breiðholtslaug/Fjölbraut í Breiðholti. Ég hef aldrei séð bílastæðið svona tómt.

Bílastæði
Bílastæðið við fjölbraut í Breiðholti og Breiðholtslaug
Ég hef ekki snert lóðin síðustu daga, sem er bagalegt. Þarf að komast í ræktina! En það gerist ekki í bráð og lítið á því að græða að velta sér upp úr því. Kannski þarf ég að koma mér upp aðstöðu í bílskúrnum ef þetta verður meira en mánuður.
Gangstígur
Fólk á gangi í Breiðholti
Vinnan gengur ágætlega, meira fjör hjá Gyðu á miðhæðinni og ég gleymi mér stundum niðri á skrifstofu, er dálítið einangraður þarna fyrir framan tölvuskjáinn.

dagbók
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)