Örvitinn

Slén

doom 2016 credit listi
Tveggja vikna pása á blogginu. Það átti ekki að gerast, ég ætlaði að vera duglegur.

Páskar komu og fóru. Ferðuðumst innanhúss, borðuðum mikið af góðum mat. Tengdaforeldar mínir buðu í mat á föstudaginn langa, pöntuðu mat frá Matarkjallaranum og sendu heim til okkar. Hittum ættingja á fjarfundum.

Ég kláraði DOOM 2016 aftur og hef gefið mér leyfi til að kaupa DOOM Eternal en ekki enn látið verða af því.

Sáum loksins Joker um daginn. Góð mynd, flott tónlist. Kom mér á óvart að lykilsenur voru miklu styttri en ég bjóst við af bútum sem ég hafði séð. Þ.e. dansatriðin á klósetti og í tröppum. Helgast auðvitað af því að umfjöllunin sem ég sá snerist um tónlinstina fyrst og fremst.

Pöntuðum mat frá Brewdog síðasta föstudag. Blómkálið þeirra er alveg sérlega gott. Á laugardag eldaði ég andalæri og franskar.

Síðasta skóladagur í MR hjá Ingu Maríu í dag. Próf framundan og útskrift í kjölfarið. Í tilefni dagsins klæddum við okkur upp enda hefð að nemendur mæti prúðbúnir í skólann síðasta daginn og þar sem skólinn er heima tókum við þátt.

Fjölskyldan
Fjölskyldumynd í tilefni dagsins
Ég hef lítið hreyft mig. Farið í göngutúra en verið latur við að skokka og lyfta. Er satt að segja óskaplega dofinn eitthvað þessa dagana, síþreyttur, geyspandi daginn út og inn.

Hef tvisvar farið á skrifstofuna og unnið. Ágæt tilbreyting að fara annað og vinna þó félagskapinn vanti að mestu. Ágætt samt að rölta í Smáralind og sjá dálítið mannlíf.

dagbók
Athugasemdir

Matti - 22/04/20 10:27 #

Haldið þið að ég hafi ekki fjárfest í DOOM Eternal í gærkvöldi.

Þá er ljóst hvað ég mun gera í frítímum á næstunni!




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)