Aftur á jeppa
Svo ferðumst við um landið.
Þetta er "traktor" eins og einn sagði, mallar áfram. Ég vinn engan í spyrnu en get svifið um þjóðveginn á 90 og svo kemst ég á illfæra vegi eins og þarsíðustu helgi þegar ég tók myndina. Er á 33" dekkjum, örlítið upphækkaður. Minni "tækni" en í Qashqai-inum, sitthvað sem ég mun sakna eins og sjálfvirku háljósin, 360 myndavél en bakkmyndavélin á nýja er fín.
Athugasemdir