Örvitinn

Garmin byltutilkynningar og fótbolti

Prófaði að virkja "incident detection" á úrinu um daginn af einhverri rælni. Hugmyndin er að ef ég er úti að hjóla eða skokka og verð fyrir slæmri byltu getur úrið látið aðstandanda vita með aðstoð símans. Fyrst fæ ég þó 30 sekúndur þar sem úrið hristist og pípir og gefur mér tækifæri til að stoppa ferlið.

Fór í fótbolta í hádeginu og þurfti fjórum eða fimm sinnum að segja úrinu að allt væri í lagi, þetta hefði bara verið smá bylta, ég að hrópa eitthvað örlítið eða að klúðra sendingu og bölva því. Var að komast að því að ég get valið hvort þessi virkni er í gangi eftir því hvað ég er að gera og slökkti því á henni í fótboltanum. Tæknin alltaf hreint!

tækni
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)