Örvitinn

Níræður á svölunum

Afi á svölunum

Þórður Einarsson afi minn varð níræður á dögunum. Sökum ástandsins var að sjálfsögðu ekki hægt að halda veislu. Ættingjar sendu kökur og snyttur handa afa og sambýlisfólki hans á Hrafnistur í Hafnafirði.

Við mættum svo um kvöldið og sungum fyrir hann þar sem hann stóð á svölunum á þriðju hæð, veifaði og tók undir.

Hann er ansi hress karlinn þó sjón og heyrn séu farin að gefa sig.

Afmælisgestir stóðu fyrir neðan, allir með grímu og í nokkrum minni hópum, og sungu afmælissönginn og Kerlingafjöll.

Ættingjar með andlitsgrímur

fjölskyldan
Athugasemdir

Laddi - 28/10/20 09:14 #

Til hamingju með afann!

Matti - 31/10/20 13:31 #

Takk takk :-)




ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)