Örvitinn

Pítsur úr fjögurra daga gömlu deigi

Pítsur Tvær heimagerðar pítsur

Pítsur kvöldsins voru báðar með ananas því þannig viljum við hafa það!

Deigið gerði ég fyrir fjórum dögum þegar ég gerði hvítlauksbrauð með pasta. Fyrst ég var á annað borð að setja í deig gerði ég úr kíló af hveiti, notaði rúmlega einn þriðja í tvö hvítlauksbrauð og setti afganginn í ísskáp.

Það er nefnilega rosalega sniðugt að geta gripið deig með litlum fyrirvara og skellt í pítsu eða brauð með því sem til er í ísskápnum og búrinu. Og ekki sakar að deigið verður bara bragðbetra ef það fær að standa. Þar til það skemmtist auðvitað, ég veit ekki hvað svona deig má vera lengi í ísskáp.

Það er mjög kalt úti núna en algjör stilla og ofninn varð því mjög heitur, var kominn yfir 450° eftir rúman hálftíma. Ég minnkaði logann aðeins þegar ég setti fyrri pítsuna inn. Ætli ég hafi ekki verið með þær svona mínútu í ofninum, byrjaði að snúa eftir 20 sek eða svo. Það ásamt því að deigi fékk að standa gerði það að verkum að pítsurnar fá svona blettamynstur.

Það eina sem ég myndi setja út á hjá mér í þetta skipti er að ég hefði þurft að taka deigið aðeins fyrr úr ísskáp til að láta kúlurnar standa örlítið lengur við stofuhita.

matur
Athugasemdir



ath. póstfangið birtist ekki á síðunni

má sleppa

(næstum öll html tög virka, einnig er hægt að nota Markdown rithátt)